Andrea Björt Ólafsdóttir og Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd. Snæfells, handsala samninginn. Ljósm. snæfell.is.

Andrea framlengir við Snæfell

Körfuknattleikskonan Andrea Björt Ólafsdóttir hefur framlengt samning sinn við Snæfell um eitt ár. Andrea leikur stöðu framherja og hefur spilað með Snæfelli síðan 2016.

Andrea hefur leikið vel með Snæfelli í Domino‘s deild kvenna á yfirstandandi keppnistímabili. Hún hefur að meðaltali skorað 5,1 stig, tekið 4,8 fráköst og gefið 2,6 stoðsendingar og er með 9,1 í framlag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira