Landsleikir framundan í körfunni

Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik leikur tvo leiki í undankeppni Eurobasket 2019 á næstu dögum. Fyrst gegn Bosníu í Sarajevó á laugardaginn, 10. febrúar og síðan gegn Svartfjallalandi í Podgorica miðvikudaginn 14. febrúar.

Ívar Ágústsson landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfari hans þurftu að gera eina breytingu á hópnum fyrir brottför. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, er ekki orðin að fullu leikfær eftir erfið axlarmeiðsli sem hún hlaut í lok nóvembermánaðar. Getur hún því ekki leikið með liðinu. Liðsfélagi hennar úr Skallagrími, Jóhanna Björk Sveinsdóttir, var kölluð í liðið í hennar stað og verður fulltrúi Vesturlands í hópnum ásamt Berglindi Gunnarsdóttur úr Snæfelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira