Maj-Britt Hjördís Briem og Einar Þorvaldur Eyjólfsson ásamt dætrum sínum þremur, þeim Herdísi Maríu, Þóru Guðrúnu og Valý Karen.

„Við verðum alltaf að hafa í huga að mannréttindi eru fyrir alla“

Maj-Britt Hjördís Briem stundar nú LLM nám í mannréttindalögfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og stefnir á að ljúka náminu næsta vor. „Okkur fannst við mjög huguð að leggja í þetta verkefni, að rífa stelpurnar upp og flytja hingað út svo ég gæti farið aftur í nám. En þar sem aðeins 50 af 800 umsækjendum komust inn, og ég þar á meðal, var þetta einstakt tækifæri sem ég gat ekki sleppt,“ segir Maj-Britt sem bjó fyrir flutninginn í Borgarnesi ásamt eiginmanni sínum Einari Þorvaldi Eyjólfssyni og börnum þeirra. „Námið er unnið í samstarfi við Raoul Wallenberg stofnunina sem er ein fremsta stofnun á sviði mannréttinda í heiminum og er með sína rannsóknarmiðstöð í Lundi. Í náminu er ég að læra um réttindi einstaklinga gagnvart ríkjum, alþjóðastofnanir, alþjóðalög og alþjóðasáttmála sem ríki hafa gengist undir. Ég hef sérhæft mig í réttindum á vinnumarkaði. Þar hef ég verið að rannsaka starfsmannarétt, launajafnrétti og mismunun á vinnumarkaði. Mismunun getur birst á svo margvíslegan hátt, hún getur til dæmis verið bein og óbein og verið á grundvelli kynferðis, aldurs, fötlunar, kynhneigðar og svo framvegis. Ég hef mest verið að rannsaka launajafnrétti á vinnumarkaði og er að skrifa meistararitgerð um það núna,“ heldur hún áfram.

Ítarlega er rætt við Maj-Britt í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira