Draugr á Kalastöðum

Á Kalastöðum í Hvalfjarðarsveit hefur verið stofnað Draugr Brugghús. Að brugginu standa þrír félagar sem hófu bjórbruggun sem áhugamál og var markmiðið í fyrstu að hver lögun dygði þar til sú næsta yrði tilbúin. Enn er verkefnið fyrst og fremst til gamans gert og flokkað sem áhugamál þeirra, en viðtökurnar hafa engu að síður verið með þeim hætti að stöðugt verða keröldin stærri og framleiðslan meiri hverju sinni. Þeir hafa nú sent frá sér tvær tegundir af bjór og nýrrar tegundar er að vænta. Byrjað er að selja bjórinn Axlar-Björn og hins vegar Djáknann. Þeir segjast ætla að halda sig við draugasögurnar og þjóðsögurnar í nafngiftinni á bjórnum, enda af nógu að taka.

Sjá viðtal og myndir úr bruggun í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira