Akranes úr leik í Útsvari

Akurnesingar þurftu að játa sig sigraða fyrir Dalvíkurbyggð þegar lið sveitarfélaganna mættust í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, síðastliðið föstudagskvöld. Lið Akraness hefur því lokið þátttöku í keppninni að þessu sinni.

Eftir jafna viðureign framan af tók lið Dalvíkurbyggðar að síga fram úr í valflokkaspurningunum um miðjan þátt. Í stóru spurningunum í lok þáttar var lukkan ekki með Akurnesingum í liði en mótherjarnir fóru á kostum og gerðu út um viðureignina. Fór svo að lokum að Dalvíkurbyggð sigraði með 84 stigum gegn 46 stigum Akurnesinga.

Lið Akurnesinga var sem fyrr skipað Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur, Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur og Erni Arnarsyni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira