Slegið á létta strengi í þvottabalanum. Ljósm. Skessuhorn/Steina Matt.

Þegar bændabrúnkan sló í gegn

Eins og glöggir lesendur Skessuhorns muna prýddi eina forsíðu Skessuhorns síðla í fyrrasumar mynd af Helga Fannari Þorbjarnarsyni sem þá var ásamt öðru heimilisfólki í baggaaheyskap á Harrastöðum í Miðdölum. „Það var mikið hlegið að því að myndin af mér léttklæddum á fjórhjólinu skildi enda á forsíðu. Ég fékk ansi mikla athygli hér í sveitinni þegar blaðið kom út, maður var blikkaður hvert sem maður fór enda fékk bændabrúnkan að njóta sín á þessari mynd,“ segir Helgi Fannar og brosir.

En Skessuhorns-gamanið hélt áfram fyrir jólin þegar ákveðið var að setja mynd af Helga Fannari með blaðið umrædda í jólakort frá fjölskyldunni. „Fyrir jólin fékk mamma þá hugmynd að láta taka mynd af mér að lesa umrætt Skessuhorn og setja í jólakortin. Svo fór allt úr böndunum þegar mætt var í stúdíó og ég endaði hálf nakinn ofan í þvottabala, svona í takt við það sem var á forsíðumyndinni. Það voru nú reyndar líka teknar venjulegar myndir af mér,“ bætir Helgi Fannar við.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir