Góðir vinir gerðu lærdóminn skemmtilegan

Skömmu fyrir jól voru 62 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hilmar Örn Jónsson brautskráðist af náttúrufræðibraut með einkunnina 9,33 sem jafnframt var hæsta einkunn á stúdentsprófi við skólann og hlaut hann viðurkenningar fyrir.

„Mér fannst stærðfræði alltaf rosalega skemmtileg og vildi læra meira,“ svaraði Hilmar aðspurður hvers vegna hann hafi valið náttúrufræðibraut. Lykilinn að góðum árangri í námi segir hann vera góðir vinir sem gerðu lærdóminn skemmtilegan. Aðspurður hvað taki við hjá honum næst svarar hann því að nú taki hann sér pásu frá námi til að ferðast. „Ég ætla að safna pening og ferðast sem mest en stefni svo á að fara annað hvort í tölvunarfræði eða eitthvað slíkt nám við Háskóla Íslands eða í Flugskóla Íslands en það hefur verið minn draumur að læra flug.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir