Færði kvennadeildinni fallega gjöf

Skömmu fyrir jól fékk kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi góða gjöf. Þá kom ung móðir, Myrra Ösp Gísladóttir á Akranesi, færandi hendi á deildina. Hafði hún í fórum sínum ellefu buxur sem hún færði deildinni að gjöf fyrir ungabörnin sem þar eiga eftir að koma í heiminn. „Hún Myrra hefur fætt tvö af fjórum börnum sínum hér á fæðingadeildinni og kunnum við henni bestu þakkir fyrir gjöfina,“ segir Anna Björnsdóttir deildarstjóri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira