Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki með ÍA síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.

Fetað í fótspor foreldranna

Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Halmstads BK, skoraði fjórða mark Íslands þegar liðið vann stórsigur á Indónesíu, 0-6 í vináttuleik í Indónesíu í dag. Var þetta fyrsta mark Tryggva fyrir A landsliðið.

Mark Tryggva er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að foreldrar hans, þau Haraldur Ingólfsson og Jónína Víglundsdóttir, hafa bæði skorað mörk fyrir A landslið Íslands. Jónína skoraði tvö mörk í ellefu leikjum fyrir Íslands hönd á árunum 1993 til 1997 og Haraldur skoraði eitt mark í 20 landsleikjum á árunum 1990 til 1996.

Ritstjórn er ekki kunnugt um annan markaskorara landsliðanna þar sem báðir foreldrar hafa einnig skorað fyrir A landslið Íslands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira