Vesturlandsliðin leika á morgun í bikarnum

Á morgun, fimmtudaginn 11. janúar, verður leikið í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfuknattleik. Leikið verður í Laugardalshöll í Reykjavík og sá háttur hafður á að báðir leikirnir fara fram sama daginn. Vesturlandsliðin Skallagrímur og Snæfell verða í eldlínunni á morgun, en þau mættust einmitt í undanúrslitum á síðasta ári. Í fyrri undanúrslitaleiknum á morgun mætast Skallagrímur og Njarðvík en í þeim síðari eigast við Snæfell og Keflavík. Því gæti farið svo, ef allt gengur að óskum, að vestlenskir körfuknattleiksunnendur fái nágrannaslag Snæfells og Skallagríms í bikarúrslitum. Það kemur í ljós annað kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira