Jón Þór fer að þjálfa hjá Stjörnunni

Frá því er greint á Twitter-síðu Knattspyrnufélagsins Stjörnunnar í Garðabæ að félagið hafi ráðið til sín tvo aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla. Þetta eru þeir Veigar Páll Gunnarsson og Jón Þór Hauksson og verða þeir til fulltingis Rúnari Páli Sigmundssyni þjálfara. Jón Þór Hauksson er Skagamaður í húð og hár og hefur einkum sinnt starfi þjálfara yngri flokka og verið yfir afreksstarfi félagsins. Jón Þór stýrði ÍA liðinu í fimm síðustu umferðum Pepsi-deildarinnar á liðnu sumri og fór vel út úr þeim viðureignum, taplaus með fjögur jafntefli og einn sigur. Krafta Jóns Þórs var hins vegar ekki óskað áfram hjá Skagamönnum og var Jóhannes Karl Guðjónsson eins og kunnugt er ráðinn þjálfari karlaliðs ÍA. Veigar Páll er hins vegar að koma á heimaslóðir að nýju í Garðabæ en var síðast með Víkingi. Nú leggur hann skóna á hilluna og hefur þjálfun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira