Jólamyndagáta og jólakrossgáta Skessuhorns

Að venju er í Jólablaði Skessuhorns að finna bæði myndagátu og hátíðarútgáfu og krossgátu Skessurhons. Lesendur geta spreytt sig við að leysa þessar þrautir yfir hátíðirnar.

Úrlausnir sendist Skessuhorni, merkt „Myndagáta“ eða „Krossgáta“, eftir því hvor þrautin hefur verið leyst, á heimilisfangið: Skessuhorn, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi. Athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi föstudaginn 5. janúar næstkomandi, til að þær berist örugglega tímanlega. Einnig á senda lausnir við krossgátu og myndagátu á netfangið krossgata@skessuhorn.is.

Bókaverðlaun eru í boði fyrir heppinn þátttakanda, því dregið verður úr réttum úrlausnum og vinningshafi tilkynntur í öðru tölublaði nýs árs, miðvikudaginn 10. janúar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira