Bændur í Dölum koma við sögu í fréttaannál ársins 2017. Ljósm. sm.

Fréttaannáll ársins 2017

Ágæti lesandi, blaðamanni langar að draga upp myndir fyrir þig. Drátthagur er hann ekki en getur þó dregið til stafs, með aðstoð lyklaborðs og því teiknað með orðum: Blaðamaður setur blek í penna og fyllir blaðfákinn af eldsneyti áður en hann ekur áleiðis út á Snæfellsnes og hittir þar fólk sem er að stofna fyrirtæki, stendur fyrir viðburði, hefur reynt ýmislegt um ævina eða hefur einfaldlega skemmtilega sögu að segja. Næstu viku á eftir fer hann sambærilega ferð í Dali eða Reykhólasveit, um Borgarfjörð eða Borgarnes, Hvalfjörð eða Akranes. Hvaðanæva að leggur undurfagran ilm frá nýbökuðum fréttum og ferskum viðmælendum. Blaðamaðurinn veit ekki lengra en fréttanef hans nær og fylgir því þess vegna í einu og öllu. Það er hans baggi og blessun.

Ýmislegt tókst blaðamönnum Skessuhorns að þefa uppi á árinu, gleðifréttir og slæmar fréttir, léttar og þungar. Margt var okkur bent á og mörgu tókum við eftir. Í Jólablaði Skessuhorns er að finna fréttaannál ársins 2017, þar sem stiklað er á stóru í atburðum ársins í máli og myndum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira