Ljósm. Gunnhildur Lind Hansdóttir.

Sagnaritari samtímans

Mjög víða stunda áhugaljósmyndarar ómetanlega samtímaskráningu fyrir sín byggðarlög, atvinnusöguna, menningarsöguna og fleira. Samtímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin. Hér á Vesturlandi eru fjölmargir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns á liðnum tveimur áratugum hafa áhugaljósmyndarar á Vesturlandi verið kynntir, einn á hverju ári. Við köllum þetta fólk sagnaritara samtímans, fólkið sem á í fórum sínum þúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varðveita annars glötuð augnablik.

Hefur alltaf haft áhuga á ljósmyndun
Gunnhildur Lind Hansdóttir úr Borgarnesi er sagnaritari samtímans að þessu sinni. Hún er fædd og uppalin í Borgarnesi og er að eigin sögn Borgnesingur alveg í gegn. Gunnhildur hefur haft áhuga á að taka myndir eins lengi og hún man eftir sér. „Alveg frá því ég var lítil hef ég haft mikinn áhuga á myndum og myndavélum. Alltaf þegar ég sé einhvern taka myndir varð ég að fá að skoða,“ segir hún. Gunnhildur eignaðist sína fyrstu myndavél þegar hún fermdist og varð þá strax mjög dugleg að taka myndir. „Í vinahópi mínum hef ég alltaf verið manneskjan sem tekur myndir. Mér hefur alltaf þótt gaman að eiga myndir frá ýmsum tilefnum og því mikið haft myndavélina á lofti. Í upphafi var ég þó langt frá því að vera eitthvað góð í myndatöku og notaði nær eingöngu hefðbundnu „Auto“ stillinguna á vélinni og kunni ekkert meira en það,“ segir Gunnhildur og hlær.

Viðtal við Gunnhildi ásamt myndasyrpu sagnaritarans er að finna í Jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira