Bjössi og Guðrún á göngu upp að jökli í leit að snæhéra og rjúpu.

„Ef þú ætlaðir að borða eitthvað þurftirðu að veiða það“

Á suðvesturströnd Grænlands, stærstu eyju í heimi þar sem búa tæplega 56 þúsund manns, stendur þyrping nokkurra smáhýsa í lítilli vík sem heitir Kugssuangup. Þessir kofar eru í eigu íslenska fyrirtækisins Laxár. Laxá hefur í um 30 ár selt veiðileyfi í margar lax- og silungsveiðiár á Íslandi en einnig í Skotlandi, Rússlandi og á Grænlandi. Björn Hilmarsson rafvirki (Bjössi) og Guðrún Hjaltalín fulltrúi unnu sem leiðsögumenn fyrir Laxá á Grænlandi í tvo mánuði á þessu ári. Þau ferðuðust um á bátum og veiddu hreindýr, silung og þorsk sér til matar og segja dvölina hafa verið ævintýri út í gegn. „Við sáum á fésbókinni auglýsingu frá byssusmið á Selfossi sem kallaður er Bóbó en við fórum með honum í veiðiferð til Grænlands fyrir þremur árum síðan. Hann vantaði mann með sér til Grænlands í sumar til að „gæda“ eða leiðsegja veiðimönnum. Kröfurnar voru þær að hann þurfti að hafa pungapróf og kunna að skjóta,“ segir Bjössi en bæði eru þau mikið útivistar- og veiðifólk og fara á hreindýraveiðar austur á Hérað þegar þau eru svo heppin að fá úthlutað dýri. „Mér fannst það voða fyndið, hringdi í Guðrúnu og sagði henni frá þessu. Hún hafði þá séð auglýsinguna og spurði strax: Ertu búinn að hringja í Bóbó? Nei, sagði ég. Hringdu núna, bæ! sagði hún og skellti á. Fimm mínútum síðar var ég búinn að ráða okkur bæði í vinnu á Grænlandi. Þetta var núna í vor. Við fórum svo út í lok júlí og komum heim í byrjun október,“ segir Bjössi.

Rætt er við Bjössa og Guðrúnu um sumardvölina á Grænlandi í Jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira