Umhleyptingar í veðri næstu daga

Spáð er umhleypingum næstu daga. Vegagerðin býst við slyddu, krapa eða snjókomu á fjallvegum á vestanverðu landinu fram eftir degi, svo sem á Fróðárheiði, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Kleifaheiði. Undir kvöld styttir upp með vestanátt og útgeislun og því gæti myndast ísing á blautum vegum. Um miðnætti í kvöld má svo búast við éljalofti vestantil á landinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir