Julefrokost í nýja heita pottinum

Fastagestir í heita pottinum í Jaðarsbakkalaug á Akranesi tóku daginn snemma í morgun. Mættu með snaps og veitingar í pottinn um sexleytið. Valdimar Hallrímsson, einn pottverja, sagði þetta hafa verið skemmtilega stund, en alls hafi átta manns mætt. Tryggvi Björnsson aldursforsetinn í hópnum komst óvænt, en hann er nýfluttur á Höfða. Fékk hann lykil að húsinu til að geta sloppið út áður en fyrstu menn mættu á morgunvakt.

Magnús Óskarsson, Tryggvi Björnsson, Valdimar Hallgrímsson og Indriði Valdimarsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir