Vestri/Skallagrímur í undanúrslit tíunda flokks

Sameiginlegt lið Skallagríms og Vestra í körfubolta lagði Íslandsmeistara KR að velli í hörku leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í DHL höllinni 3. desember sl. Leikurinn endaði 53-60. Drengirnir úr Vestra/Skallagrími spiluðu glimrandi körfubolta. Náðu þeir að mynda gott flæði sín á milli og endurspegluðu góða liðsheild. Þrátt fyrir það var það fyrst og fremst hörku varnarleikur sem skóp þennan sigur á móti sterku liði KR.

Næsti leikur er síðan undanúrslita rimma við Stjörnuna í Garðabæ. Sá leikur verður spilaður sunnudaginn 10. desember kl. 14:00 í Ásgarði í Garðabæ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir