Rafmagnsverkstæði í Borgarnesi lokað

Rafmagnsverkstæði Límtré Vírnets í Borgarnesi verður lokað um næstu áramót. Í tilkynningu frá Límtré Vírneti segir að í hartnær tvo áratugi hafi fyrirtækið rekið rafmagnsdeild í Borgarnesi með það að markmiði að þjónusta fyrirtæki og einstaklinga í Borgarbyggð. „Deildin hefur sinnt bæði viðhaldi og nýlögnum, auk þess að reka rafmagnsverkstæði sem sinnt hefur viðgerðarþjónustu á hinum ýmsu heimilistækjum, sölu á raflagnaefni og fleiru. Nú er svo komið að fyrirtækið mun leggja af rekstur rafmagnsverkstæðisins frá næstu áramótum.“ Límtré Vírnet vill nota tækifærið og þakka fyrir það góða samstarf sem það hefur átt með viðskiptavinum sínum í gegnum tíðina. „Mun lokun þessarar deildar ekki hafa áhrif á aðra þjónustu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir