Íslenska landsliðið á NM.

Fjórir fulltrúar frá Akranesi á NM í sundi

Sundfélag Akranes átti þrjá sundmenn í íslenska landsliðinu sem keppti á Norðurlandameistarmóti sem fram fór um helgina í Laugardalslauginni. Það voru þau Ágúst Júlíusson, Sævar Berg Sigurðsson og Brynhildur Traustadóttir. Alls tóku 193 sundmenn frá níu löndum þá á mótinu. Auk þess var Skagakonan Inga Elín Cryer, sem æfir og keppir með Ægi, í landsliðinu. Hún synti 100m flugsund á tímanum 1:03,60 og hafnaði í 5. sæti.

Ágúst synti 100m flugsund á góðum tíma, 54.63. Hann hafnaði í 4. sæti og var í harðri baráttu um verðlaunasæti en aðeins 0,15 sek skildu að frá bronsinu. Í 50m flugsundi varð hann í 5. sæti á tímanum 24,65 en þar var einnig stutt á milli efstu sætanna.

Sævar Berg synti nálægt sínum besta tíma í 50m bringusundi og hafnaði í 17. sæti. Hann synti á tímanum 30,72.

Brynhildur synti 400m skriðsund aðeins á aðeins lakari tíma en hennar besti tími er. Brynhildur hafnaði í 13. sæti.

Skagamenn áttu einnig fulltrúa í nokkrum borðsundssveitum. Íslenska liðið fékk alls sex bronsverðlaun og ein gullverðlaun á mótinu en það var Davíð Hildiberg sem sigraði í 100m baksundi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir