Fyrstu þorskarnir voru flakaðir í fiskvinnslunni Norðursýn í síðasta mánuði. Hér eru feðgarnir Alexander og Eiríkur faðir hans.

Fiskvinnslan Norðursýn hóf nýverið starfsemi á Akranesi

Fiskvinnslan Norðursýn ehf. er nýtt fyrirtæki á Akranesi. Starfsemi þess hófst í síðasta mánuði þegar fyrstu afurðunum var pakkað í umbúðir. „Undirbúningur hefur staðið yfir nokkuð lengi en við gátum loksins byrjað í október þegar fyrstu fiskarnir voru flakaðir. Mánuðina þar á undan hafði verið unnið hörðum höndum að því að gera húsnæðið klárt,“ segir Alexander Eiríksson í samtali við Skessuhorn. Alexander er eigandi Norðursýnar en það eru hann og fjölskylda hans sem stendur að fyrirtækinu. „Hér leggjum við áherslu á að kaupa línufisk af smábátasjómönnum, enda er það að mínu viti albesta hráefnið. Öllum fiski sem veiddur er á línu er landað samdægurs og aflinn fer strax til vinnslu,“ segir hann. „Hér bjóðum við því bæði ferskan fisk og frystan, en höfum þó vera meira í frystum afurðum til að byrja með, einkum lausfrystum þorski sem við seljum í fimm kílógramma pakkningum. Sú vara hefur fengið góðar viðtökur. Fólki vill gjarnan eiga slíka pakka í frystinum, enda gerist fiskurinn varla betri,“ bætir hann við.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir