Vetrarsól í Hálsasveit í Borgarfirði. Ljósm. Þórunn Reykdal.

Kalt alla þessa viku

Veðurstofan spáir kuldatíð næstu daga. Allt af 12 stiga frost er í dag, kaldast inn til landsins. Víðáttumikil hæð mun hreiðra um sig yfir Grænlandi og beina lægðum suður fyrir land næstu daga. Við þær aðstæður verður viðvarandi köld norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan, en lengst af björtu veðri sunnan heiða. Heldur bæti í vind og ofankomu á morgun og frá þriðjudegi má búast við hvassviðri og éljagangi eða snjókomu norðan- og austantil á landinu og því á fólk sem hyggur á ferðalög milli landshluta að fylgjast vel með veðurspám. Um næstu helgi dregur úr vindi og éljagangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir