Mikill viðbúnaður vegna rútuslyss

Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna rútuslyss við Lýsuhól í Staðarsveit nú á sjötta tímanum í dag. Björgunarsveit, lögregla og slökkvilið ásamt sjúkraflutningamönnum eru á leið á vettvang. Fimmtán manns voru í rútunni og eru nokkrir þeirra slasaðir. Fréttin verður uppfærð síðar í kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir