Ljóst er að kerfishrunið hefur valdið skaða og óþægindum fyrir þúsundir Íslendinga og viðskiptavini þeirra.

Kerfishrun orsakar að þúsundir vefsíðna liggja enn niðri

Algjört kerfishrun varð að kvöldi síðasta miðvikudags hjá vefhýsingarfyrirtækinu 1984.is. Það hýsir þúsundir íslenskra vefsíðna og póstþjóna og þar á meðal vef okkar skessuhorn.is. Vefurinn lá af þeim sökum niðri frá miðvikudegi og þar til í hádeginu í dag. Ekki er enn búið að komast að rót vandans hjá 1984.is og viðbúið að mikið af gögnum hafi glatast.

Skessuhorn átti öryggisafrit af stórum hluta heimasíðunnar skessuhorn.is og er nú búið að færa þau gögn yfir til nýs hýsingarfyrirtækis. Við biðjumst velvirðingar á ástandi síðustu tveggja daga og vonum að uppitími síðunnar verði hér eftir sem næst 100%. Athygli er einnig vakin á því að fréttir og greinar á vef okkar frá 17. október sl. til 16. nóvember eru ekki komnar í loftið og verða ekki fyrr en tekist hefur að endurheimta gögn frá 1984.is (ef það tekst). Mikið vantar inn af eldri myndum og öðru efni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir