Lóðirnar Asparskógar 12, 14 og 16 liggja vestan við götuna, samsíða einbýlishúsunum sem þarna sjást. Ljósm. kgk.

Leigufélagið Bjarg fær þrjár fjölbýlishúsalóðir á Akranesi

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur staðfest viljayfirlýsingu um samstarf við Bjarg íbúðafélag um uppbyggingu þriggja fjölbýlishúsa fyrir leiguíbúðir á Akranesi í samræmi við ákvæði laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Bjarg leigufélag er í eigu BSRB og ASÍ og er tilgangur þess að byggja, eftir danskri fyrirmynd, íbúðarhúsnæði sem leigt er til langs tíma á viðráðanlegu verði, þ.e. án hagnaðarsjónarmiðs. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum viljayfirlýsingu um samstarf við íbúðafélagið um úthlutun lóða við Asparskóga 12, 14 og 16 á Akranesi. Auk þessa samkomulags við Akraneskaupstað hefur Bjarg m.a. ritað undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg og Hafnarfjörð um lóðir fyrir á annað þúsund íbúðir en markmið félagsins er að byggja í fyrsta áfanga 1200 íbúðir í nokkrum sveitarfélögum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir