Teikning: Johannes Torpe Studios.

Lúxushótel og jarðhitalón fyrirhugað á Snæfellsnesi

Til stendur er að reisa 150 herbergja lúxushótel í landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi. Við hótelið verður myndað eitt þúsund fermetra jarðhitalón sem er hannað eins og það sé frá náttúrunnar hendi. Að baki fyrirhugaðri framkvæmd stendur fyrirtækið Festir ehf., fasteignafélag Ólafs Ólafssonar, sem jafnan er kenndur við Samskip. Ólafur á hús og eignir að Miðhrauni í sömu sveit.

Í fréttatilkynningu frá Johannes Torpe Studios, sem er hönnuður hótelsins og lónsins, kemur fram að verkefnið hafi fengið nafnið Red Mountain Resort. Þar segir að hönnunin sé meðal annars innblásin af Bárðar sögu Snæfellsáss og ætlað að fanga dularfulla töfra íslenskrar náttúru.

Samkvæmt frétt mbl.is eru áformin skammt á veg kominn og því ekki ljóst hvenær framkvæmdir geta hafist. Um þessar mundir standi yfir rannsóknir á jarðgrunni sem tengjast meðal annars fyrirhugaðri myndun jarðhitalónsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir