Andrés Konráðsson kom að nýju til starfa hjá Loftorku réttum áratug eftir að hann hafði kvatt sinn gamla vinnustað. Aftan við hann sjást húseiningar sem bíða flutnings á byggingarstað. Ljósm. mm.

„Þetta fyrirtæki er ekki að fara neitt“

Í upphafi þessa árs urðu tímamót hjá Andrési Konráðssyni þegar hann tók að nýju við starfi framkvæmdastjóra Loftorku Borgarnesi ehf. Þá voru rétt tíu ár liðin frá því hann kvaddi vinnustaðinn og hélt til annarra verkefna úti í heimi. Í lok síðasta árs keypti Steypustöðin í Reykjavík starfsemi Loftorku í Borgarnesi af fyrri eigendum, feðgunum Óla Jóni Gunnarssyni og Bergþóri Ólasyni. Steypustöðin stofnaði nýtt hlutafélag utan um reksturinn, keypti húsakost, vélbúnað, tæki og birgðir og yfirtók jafnframt óframkvæmda verksamninga.

Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Steypustöðvarinnar kom með Andrési að endurreisn fyrirtækisins sem starfandi stjórnarformaður Loftorku Borgarnesi. Í dag sjá þeir fram á bjarta tíma í framleiðslu húseininga í Borgarnesi og að fjöldi starfsmanna gæti farið í 135-140 innan tíðar. Verkefni í einingaverksmiðju duga nú fram til páska á næsta ári, sem verður að teljast gott.

Rætt er við Andrés Konráðsson í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir