Stýrivextir verða áfram 4,5%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, eða 4,5% af sjö daga bundnum innlánum. „Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar. „Hagvöxturinn er einkum drifinn af vexti ferðaþjónustu og einkaneyslu auk þess sem útlit er fyrir slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár.“ Þá segir að verðbólga sé hafi verið lítið eitt minni á öðrum fjórðungi ársins en spáð var í maí. Hún mældist 1,8% í júlí og hafði aukist úr 1,5% í júní. „Undirliggjandi verðbólga virðist hins vegar hafa haldið áfram að minnka.“ Gengi krónunnar hefur lækkað en það er þó enn tæplega 8% hærra en á sama tíma í fyrra. Loks segir: „Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir