Árni Jón Þorgeirsson.

„Lukkulegur að vera kominn alfarið í steypustöðina“

Árni Jón Þorgeirsson hefur snúið sér alfarið að rekstri steypustöðvarinnar Þorgeirs ehf. í Rifi. Hann leigði sem kunnugt er rekstur Vélsmiðju Árna Jóns til þeirra Davíðs Magnússonar og Sigurðar Sigþórssonar. Þeir færðu reksturinn undir nýtt nafn og tóku við smiðjunni í lok júnímánaðar. Árni kveðst ánægður með að hafa breytt um vettvang og telur smiðjuna í góðum höndum. „Ég er bara lukkulegur að vera kominn alfarið í steypustöðina og mjög lukkulegur með strákana sem eru með smiðjuna. Þeir þekkja þetta mjög vel, annar þeirra vann hjá mér í yfir 20 ár,“ segir Árni. „Það var fínt að hressa aðeins upp á þetta. Ég var kannski farinn að þreytast á þessu sjálfur. Ég byrjaði með smiðjuna 21 árs gamall og hafði ekki litið upp úr henni síðan. Ég var búinn að vera þarna í 35 ár og það var bara komið gott. Ég held að ég sé búinn með þann kvóta,“ bætir hann við og brosir.

 

Rætt er við Árna Jón í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir