Maren Rós Steindórsdóttir og Andri Júlíusson, nýir eigendur Gallerí Ozone á Akranesi.

Gallerí Ozone var opnað í dag

Verslunin Gallerí Ozone á Akranesi var opnuð á ný eftir eigendaskipti í morgun. Nýir eigendur verslunarinnar eru Skagahjónin Maren Rós Steindórsdóttir og Andri Júlíusson. Þau keyptu reksturinn af Huga Harðarsyni og Elsu Jónu Björnsdóttur sem höfðu þá rekið verslunina óslitið frá árinu 1988.

Í samtali við Skessuhorn kváðust þau Maren og Andri ánægð með þá eftirvæntingu sem þau merktu í aðdraganda opnunarinnar og ekki síður viðtökurnar fyrsta daginn. Þær gæfu þeim tilefni til bjartsýni og kváðust þau horfa með eftirvæntingu til framtíðar.

 

Nánar í næsta tölublaði Skessuhorns sem kemur út á miðvikudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira