
FVA áfram í Gettu Betur – Mæta MH í kvöld
Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hófst í síðustu viku. Fyrstu umferð er lokið og tóku allir framhaldsskólarnir á Vesturlandi þátt; Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskóli Borgafjarðar.
FVA bar sigurorð af Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, 23-20 og er kominn áfram í keppninni. MB mætti liði Menntaskólans við Hamrahlíð og tapaði 36-9 og loks mætti FSN liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þar höfðu Suðurnesjamenn betur, 17-8.
Lið FVA er því eitt vestlenskra liða komið áfram í aðra umferð keppninnar. Dregið hefur verið í aðra umferð og FVA mætir MH. Sú viðureign fer fram í kvöld, mánudaginn 6. febrúar, í beinni útsendingu á Rás 2.