Fréttaskýring: Almenningur keppir við leigufélög um fasteignir

Skortur er á íbúðarhúsnæði víða um land, en mestur þó á höfuðborgarsvæðinu þar sem fasteignaverð hefur náð nýjum hæðum. Lauslega er áætlað að enn skorti um sex þúsund fasteignir einungis á höfuðborgarsvæðinu til að markaðurinn næði jafnvægi á nýjan leik. Einkum er þetta ástand rakið til þess að of lítið hefur verið byggt eftir hrun og þá er töluverður hluti íbúða leigður út til ferðafólks þar sem vöxtur í ferðaþjónustu er mun meiri en sem nemur auknu hótel- og gistirými. Þetta skortsástand hafa fjárfestar nýtt sér og sjást þess víða merki. Fasteignafélög í þeirra eigu hafa „hamstrað“ fasteignir undanfarin misseri víða um land. Áhrifa húsnæðisskorts gætir því orðið mun víðar en á suðvesturhorninu, meðal annars á Vesturlandi og mest þá í sveitarfélögum næst höfuðborgarsvæðinu. Nú er svo komið að góðar eignir á viðráðanlegu verði eru illfáanlegar til kaups. Augljós skortur er t.d. á smærri eignum til sölu á Akranesi. Ef framkvæmd er einföld leit á fasteignavefjum kemur í ljós að nú eru til sölu á Akranesi 12 notaðar íbúðir í fjölbýlishúsi á almennum markaði og þar af ein óíbúðarhæf, þrjár Búmannaíbúðir og 13 íbúðir í fjölbýlishúsi sem er skammt komið í byggingu. Verð á almennum íbúðum hefur hækkað verulega og er nú að nálgast byggingakostnað. Þrátt fyrir þetta eru afar fáar íbúðir í byggingu á þéttbýlisstöðunum Akranesi og Borgarnesi og verktakar sem lóðahafar halda að sér höndum. Lóðaframboð er engu að síður talsvert á báðum stöðum.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira