G Valdimar Valdimarsson er oddviti listans.

„Skattaumhverfið stendur litlum fyrirtækjum fyrir þrifum“

G Valdimar Valdemarsson skipar oddvitasæti Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. „Ég er fæddur og uppalinn á Skagaströnd og er kvæntur Sigurlínu H. Steinarsdóttur frá Borgarnesi. Saman eigum við eina dóttur en Sigurlína átti tvær fyrir. Nú erum við orðin afi og amma og að rifna úr stolti,“ segir G. Valdimar í samtali við Skessuhorn. Hann starfar við hugbúnaðargerð og hefur starfrækt eigið fyrirtæki frá árinu 1991. G. Valdimar fékk snemma áhuga á stjórnmálum. Hann gekk í Framsóknarflokkinn þegar hann útskrifaðist úr Samvinnuskólanum á Bifröst 1982 og var þar virkur félagi í 29 ár. „Ég og Framsóknarflokkurinn þroskuðumst síðan í sitthvora áttina og 2011 var svo komið að ég ákvað að standa frekar með sjálfum mér og mínum skoðunum en að halda áfram í flokknum. Ég tók þátt í að undirbúa stofnun Bjartrar framtíðar og tók sæti í framkvæmdastjórn flokksins sem ritari og hef setið þar frá stofnun flokksins,“ útskýrir hann.

Nánar er rætt við G Valdimar í Skessuhorni vikunnar. 

Líkar þetta

Fleiri fréttir