Borgarafundur í NV-kjördæmi

Miðvikudaginn 12. október klukkan 19:30 stendur RÚV fyrir opnum borgarafundi með fulltrúum framboða í Norðvesturkjördæmi. Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og lýkur kl. 22. Fundinum verður útvarpað beint á Rás-2. „Fulltrúar átta framboða hafa staðfest mætingu. Það eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartar framtíðar, Viðreisnar og Dögunar. Enn gætu bæst við þátttakendur á fundinum því Íslenska þjóðfylkingin og Flokkur fólksins stefna að framboði,“ segir í tilkynningu frá RUV. Fundurinn verður opinn gestum og gangandi sem gefst tækifæri til að spyrja oddvitana spjörunum úr. Einnig verður hægt að senda fyrirspurnir á netfangið kosningar@ruv.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir