Frá Borgarnesi. Ljósm. airbnb.is.

Við skoðun komu sextíu óskráðar gistieiningar í ljós

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær fór Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir ýmsa þætt varðandi undirbúning að fjárhagsáætlun fyrir 2017 og þriggja ára áætlun. Meðal annars greindi hann frá niðurstöðum úr verkefni sumarstarfsmanns sem tók saman upplýsingar um gistiheimili og gististaði innan sveitarfélagsins sem ekki höfðu verið skráð sem slík. „Eftir að brugðist hafði verið við þeim athugasemdum sem gerðar voru við útsend gögn þá voru það 60 einingar í skráningarskyldri starfsemi sem ekki höfðu verið skráðar sem slíkar. Áætlaður tekjuauki Borgarbyggðar af þessum gististöðum á ársgrundvelli er 7,5 milljónir króna,“ segir í fundargerð byggðarráðs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir