Sefton Barrett í leik með KTP-Basket í Finnlandi. Ljósm. fibaeurope.com.

Kanadískur framherji í Snæfell

Kanadamaðurinn Sefton Barrett mun leika með Snæfelli á komandi vetri í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Sefton er reynslumikill leikmaður, fæddur árið 1983. Hann er 196 sentímetrar á hæð og leikur stöðu framherja. Hann lék með Central Michigan háskólanum í bandaríska háskólaboltanum áður en hann hélt í atvinnumennsku. Á síðasta vetri lék hann með liði KTP-Basket í finnsku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði 16,4 stig og tók 6,7 fráköst í leik.

Líkar þetta

Fleiri fréttir