Garðar Gunnlaugsson með gullskóinn að loknum leik ÍA og Vals á laugardaginn. Ljósm. Fotbolti.net/ Hafliði Breiðfjörð.

Víkingur og ÍA áfram í deild þeirra bestu – Garðar fékk gullskóinn

Lokaumferð Pepsí deildar karla í knattspyrnu var spiluð í gær. Fyrir þessa umferð gat það orðið hlutskipti Víkings Ólafsvík eða Fylkis að falla í Inkassó deildina, þ.e. 1. deild. Þrátt fyrir 4:1 tap Víkings gegn Stjörnunni heldur liðið áfram í Pepsí deild þar sem Fylkir tapaði á sama tíma á útivelli 3-0 fyrir KR. Það var svo Valsarinn Sigurður Egill Lárusson sem tryggði þeim rauðklæddu sigur á Skagamönnum í 1:0 sigri. Niðurstaðan í leiknum breytir litlu fyrir Skagamenn sem höfnðu í 8. sæti deildarinnar með 31 stig. Gleði manna beindist því að því að fagna með Garðari Gunnlaugssyni sem skoraði flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 14 talsins, og fékk því hinn eftirsótta gullskó afhentan að leik loknum.
Það eru því Þróttur og Fylkir sem falla niður um deild og hafa hlutverkaskipti við KA og Grindavík sem sigruðu í 1. deildinni. FH er öruggur Íslandsmeistari með 43 stig á toppnum, Stjarnan er í öðru sæti með 39 stig, KR í því þriðja með 38 og Fjölnir í fjórða sæti með 37 stig. Víkingur Ólafsvík varð í tíunda sæti með 21 stig, tveimur stigum meira en Fylkir.

Svipmynd úr leik Víkings og Stjörnunnar. Ljósm. af.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira