Skotfélag Akraness með konukvöld

Skotfélag Akraness gengst síðdegis í dag, klukkan 17:30 til 20:30, fyrir konukvöldi á skotsvæði félagsins upp við rætur Akrafjalls.  „Tilgangurinn er að hvetja konur sem hafa áhuga á skotfimi til að mæta. Hefurðu áhuga á skotfimi og langar að fara að stunda skotfimi þá er þetta tækifærið, hægt verður að fá að prófa og hitta aðrar konur sem eru í skotfimi,“ segir orðrétt í tilkynningu. „Léttar veitingar verða í boði ásamt kynningu á leirdúfuskotfimi- hlökkum til að sjá sem flestar konur upp á skotsvæði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir