Svipmynd frá framkvæmdunum. Ljósm. Snæfellsbær.

Framkvæmt við Svöðufoss

Framkvæmdir eru hafnar til uppbyggingar við Svöðufoss á Snæfellsnesi. Þar á að lagfæra veginn og steypa bílaplan. Eru framkvæmdirnar fyrsti áfangi uppbyggingar á áningarstað fyrir ferðamenn á þessu svæði. Í mars á þessu ári hlaut Snæfellsbær úthlutað 26,9 milljónum króna til framkvæmdanna, sem var hæsti styrkurinn af þeim ellefu sem beint var til uppbyggingar ferðamannastaða á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir