Frá undirritun samkomulagsins. F.v. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, Íris Björg Jónsdóttir, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og Guðjón Brjánsson.

Samið um skólahjúkrunarfræðing í FVA

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi (FVA) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVE) hafa gert með sér samkomulag um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sem veitt verður nemendum fjölbrautaskólans skólaárið 2016 – 2017. Íris Björg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð HVE á Akranesi, mun sinna starfi skólahjúkrunarfræðings. „Verkefni skólahjúkrunar eru m.a. að aðstoða nemendur vegna veikinda á skólatíma, veita ráðgjöf, bjóða upp á viðtalstíma fyrir nemendur vegna hvers kyns heilsufarsvanda, vera tengill milli skólans og nemenda með heilsufarsvanda og eftir atvikum forráðamanna þeirra og aðstoða nemendur og vera þeim til ráðgjafar varðandi það að leita frekari aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari FVA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir