„Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin sem ber að greiða hærra veiðileyfagjald“

Komin er út bókin „Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi,“ eftir Ágúst Einarsson prófessor. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku sem kemur út hérlendis. Fjallað er um sjávarútveg frá fjölmörgum sjónarhornum og er bókin tæpar 400 blaðstíður að lengd. „Sjávarútvegur hefur staðið undir mikilli breytingu lífskjara hér á landi í rúma öld og getið af sér margar stoð- og þjónustugreinar. Niðurstöður í bókinni eru m.a. eftirfarandi,“ skrifar Ágúst: „ Framlag sjávarútvegs og tengdra greina til landsframleiðslu er um 20% sem gerir sjávarútveg að mikilvægustu atvinnugrein hérlendis. Framleiðni eða afköst hafa aukist mikið í sjávarútvegi eða nær þrefaldast síðustu rúm 30 ár. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað mikil verðmæti en greiða ber hærra veiðileyfagjald en nú er gert. Það er réttnefni hér á landi að kalla 20. öldina öld sjávarútvegsins.“

Í bókarlok leggur Ágúst fram tillögur til umbóta til að efla sjávarútveg hérlendis og greinir frá því hvernig taka eigi á helstu ágreiningsefnum tengdum sjávarútvegi. Víða er leitað fanga og er bókin ríkulega skreytt ljósmyndum og skýringarmyndum. Útgefendur bókarinnar eru Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri. Rektorar háskólanna, Eyjólfur Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson, fylgja bókinni úr hlaði með inngangsorðum. Bókin er seld í Bóksölu stúdenta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira