Kjalarnes. Ljósm. Mats Wibe Lund.

Tafir í dag á umferð um Kjalarnes

Í dag verður unnið við viðgerðarvinnu á Vesturlandsvegi sem nær frá Leirvogsá og að Grundarhverfi á Kjalarnesi. Þrengt verður að umferð á þeim stöðum sem viðgerðir fara fram á og umferð stjórnað framhjá eftir þörfum, en búast má við einhverjum töfum af þeim völdum. Vinnan fer fram frá kl. 9:30 og fram eftir degi. „Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir