Sr. Eðvarð Ingólfsson blessar fleyið.

Yrsa AK blessuð og síðan gefið nafn

Síðastliðinn laugardag blessaði séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur á Akranesi skútu eina í Akraneshöfn og gaf henni síðan nafn. Blessun prests og nafngift tíðkast með stærri skip hér við land en telst til undantekninga með smærri fley. Um er að ræða seglskútuna Yrsu AK – 1702. Skútan er af gerðinni TUR 84 og er í eigu þeirra Hugrúnar Sigurðardóttur og Eyjólfs M. Eyjólfssonar. Þess má geta að Eyjólfur er jafnframt formaður Sigurfara – Sjósportsfélags Akraness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir