Þórður Þórðarson heldur áfram með U19 landslið kvenna

Þórður Þórðarson hefur þjálfað U19 landslið kvenna í knattspyrnu undanfarin tvö ár. KSÍ og Þórður hafa nú náð samkomulagi um nýjan samning til 1. maí 2018 en ákvæði er í samningnum að hann gæti framlengst fram yfir lokakeppni EM 2018 ef liðið kemst þangað. Þórður er með KSÍ A-gráðu í þjálfun og hefur bæði þjálfað meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA en hann lét nýverið af störfum hjá kvennaliði ÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir