Tónleikar á Hvanneyri á föstudag

Gítarleikarinn Reynir Hauksson heldur tónleika á Hvanneyri Pub föstudaginn 12. ágúst næstkomandi. Reynir, sem búsettur er í Noregi, er alinn upp á Hvanneyri og hefur dvalið hérlendis í sumar. Hann kom fram á Hvanneyrarhátíð í júlímánuði síðastliðnum en heldur nú aðra tónleika áður en hann heldur af landi brott.

Á efnisskrá tónleikanna á föstudaginn verður stiklað á stóru í klassískum gítarleik, en einnig mun Reynir flytja þjóðlög og jafnvel nokkur suður-amerísk lög.

Áhugasömum er bent á að tónleikarnir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er kr. 1.000. Ekki verður posi í miðasölunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir