Ræða stækkun Grunnskólans í Borgarnesi

Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar 4. ágúst síðastliðinn var lögð fram fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 25. júlí. Þar var rætt um viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi. Pálmi Þór Sævarsson fór yfir niðurstöður kostnaðarmats sem unnið var af verkfræðistofunni Verkís og arkitektum. Voru þrjár tillögur kostnaðarmetnar. Í tveimur þeirra er nýbyggingarkostnaður á bilinu 450-470 milljónir króna. Ein tillagan var endurskipulögð með nýbyggingarkostnaði upp á 360 milljónir króna. Einnig var rætt um að þegar staðsetning og fyrirkomulag viðbyggingar liggi fyrir þurfi að gera viðhaldsáætlun fyrir skólann til þriggja til fimm ára. Í fundargerð byggðarráðs kom fram að fundargerð byggingarnefndar var lögð fram, en ekki bókað um hana nánar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir