Ragnheiður Valdimarsdóttir, formaður safna- og menningarnefndar, Hafdís Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, formaður skólanefndar Stykkishólmsbæjar tóku fyrstu skóflustunguna að nýju Amtsbókasafni. Ljósm. sá.

Skóflustunga að nýju Amtsbókasafni

Í gær var tekin fyrsta skóflustunga að nýju Amtsbókasafni og skólabókasafni í Stykkishólmi, við hlið grunnskólans. Skóflustunguna tóku í sameiningu Ragnheiður Valdimarsdóttir, formaður safna- og menningarnefndar, Hafdís Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, formaður skólanefndar Stykkishólmsbæjar.

Samið verður við Skipavík um framkvæmdina og við athöfnina undirrituðu Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og Sævar Harðarson, forstjóri Skipavíkur, yfirlýsingu um byggingu nýs Amtbókasafns. Áður en langt um líður verður undirritaður samningur um framkvæmdina.
Tilboð Skipavíkur í byggingu nýs Amtsbókasafns hljóðaði upp á rúmar 247 milljónir króna og var lægsta boð. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að bygging bókasafnsins myndi kosta tæpar 198 milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir