Sveit ÍBR sem setti Íslandsmet í 4×100 metra boðhlaupi stúlkna 16-17 ára.

Tvö Íslandsmet á Unglingalandsmóti

Tvo Íslandsmet voru slegin á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

Eva María Baldursdóttir HSK setti nýtt Íslandsmet í hástökki 13 ára stúlkna þegar hún fór yfir 1,61 metra og bætti fyrra Íslandsmet um einn sentímetra. Eva María segist hafa stefnt að þessu lengi og var mjög ánægð með árangurinn.

Þá setti sveit ÍBR Íslandsmet í 4×100 metra boðhlaupi 16-17 ára stúlkna. Stúlkurnar hlupu brautina á 48,18 sekúndum og voru þær talsvert á undan liði UMSE sem lenti í öðru sæti á tímanum 55,45 sekúndur. Í þriðja sæti voru svo USÚ drottningarnar með tímann 57,28 sekúndur. Liðsmenn ÍBR fögnuðu ákaft bæði þegar stúlkurnar komu í mark og ekki síður þegar ljóst var að um nýtt Íslandsmet var að ræða.

Sveit ÍBR sem setti Íslandsmetið skipuðu þær Dagbjört Lilja Magnúsdóttir, Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir