Jóhannes Karl tekur við HK

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur tekið við þjálfarastarfi HK í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Hann hefur starfað sem spilandi aðstoðarþjálfari það sem af er sumri en nú tekur hann við starfi aðalþjálfara af öðrum Skagamanni, Reyni Leóssyni, sem hefur stýrt liðinu. Reynir sagði upp störfum en hann tók við af Þorvaldi Örlygssyni síðasta vetur.

HK gerði tveggja ára þjálfarasamning við Jóhannes Karl en þetta munu vera hans fyrstu skref sem aðalþjálfari. Hann býr þó yfir mikilli reynslu sem knattspyrnumaður en hann lék í ein fjórtán ár sem atvinnumaður m.a. með Burnley, Aston Villa og Wolves í efstu deild Englands. Þá spilaði hann einnig 34 landsleiki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir