Lára Bryndís Eggertsdóttir til vinstri og Dorthe Højland til hægri en þær munu koma fram á tónleikunum á morgun.

Tónleikar í Stykkishólmskirkju á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 14. júlí fara fram tónleikar í Stykkishólmskirkju og hefjast þeir klukkan 20:00. Þar verður leikið á Klaisorgelið og saxafóna og eru það þær Lára Bryndís Eggertsdóttir og Dorthe Højland sem koma fram.

Lára Bryndís Eggertsdóttir var 14 ára gömul þegar tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Frá 2008 hefur Lára Bryndís verið búsett í Horsens í Danmörku og stundaði framhaldsnám við Tónlistarskólann í Árósum hjá Ulrik Spang-Hanssen. Nú um stundir gegnir hún stöðu organista við Sønderbro kirkju í Horsens og er aðalsemballeikari barrokksveitarinnar BaroqueAros í Árósum.

Dorthe Højland er danskur alt- og sópransaxófónleikari. Hún nam saxófónleik við Tónlistarháskólann í Álaborg og saxófónleik og tónsmíðar hjá Jane Ira Bloom í New York. Hún leikur með saxófónkvartettinum Sax Talk og spilar reglulega í kirkjum, meðal annars með Láru Bryndísi Eggertsdóttur.

Lára Bryndís er afar leyndardómsfull þegar kemur að verkunum sem þær Dorthe munu leika á tónleikunum og segir að þau verði að fá að koma á óvart.

Líkar þetta

Fleiri fréttir